Linnulaus hernaður gegn jöfnuði 5. október 2006 12:21 Ríkisstjórnin hefur verið í linnulausum hernaði gegn jöfnuði og ójöfnuður hefur aukist á Íslandi á síðustu árum; þetta sagði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag. Forsætisráðherra segist hins vegar ekki vera andvaka þótt einhverjir aðilar hafi hagnast á viðskiptum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, óskaði eftir utandagskrár umræðum á Alþingi í dag um vaxandi ójöfnuð á Íslandi. Ingibjörg sagði að á síðustliðnum áratug, í tíð ríkisstjórnarinnar, hafi staðið yfir linnulaus hernaður gegn jöfnuði á Íslandi. Á heimasíðu ríkisskattstjóra komi fram að Ísland sé að færast úr hópi þeirra ríkja þar sem jöfnuður sé mestur í hóp þeirra ríkja þar sem jöfnuður sé minnstur. Ingibjörg sagði þúsundir fjölskyldna hér á landi með þrjár til þrjár og hálfa milljón króna í árstekjur og þær greiddu af þeim 23% skatt. Hins vegar væru hundruð fjölskyldna með tugir milljóna króna á mánuði í tekjur og greiddu þær aðeins 15% skatt. Þessi síðarnefndi hópur hafi umtalsverðar fjármagnstekjur. Um 1% hjóna á Íslandi eða 600 hjón hafi 60% allra fjármagnstekna hér á landi. Þessi hópur hafi 16,5 milljón króna í launatekjur en 95 milljónir króna í fjármagnstekjur. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði tiltekinn hóp hér á landi hafa efnast verulega vegna breyttrar aðstæðna og sífellt fleiri hafi hagnast á erlendum viðskiptum. Sumir af þeim greiði þó ekki alla sína skatta á Íslandi en það sé keppikefli að þeir borgi sín gjöld hér á landi. Geir sagði hækkun á kaupmætti vera nokkuð jafna ef sleppt væri þeim 5% sem væru í tekjuhæsta hópnum. Hann missi þó ekki svefn þó einhverjir aðilar hafi hagnast á viðskiptum. Fréttir Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur verið í linnulausum hernaði gegn jöfnuði og ójöfnuður hefur aukist á Íslandi á síðustu árum; þetta sagði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag. Forsætisráðherra segist hins vegar ekki vera andvaka þótt einhverjir aðilar hafi hagnast á viðskiptum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, óskaði eftir utandagskrár umræðum á Alþingi í dag um vaxandi ójöfnuð á Íslandi. Ingibjörg sagði að á síðustliðnum áratug, í tíð ríkisstjórnarinnar, hafi staðið yfir linnulaus hernaður gegn jöfnuði á Íslandi. Á heimasíðu ríkisskattstjóra komi fram að Ísland sé að færast úr hópi þeirra ríkja þar sem jöfnuður sé mestur í hóp þeirra ríkja þar sem jöfnuður sé minnstur. Ingibjörg sagði þúsundir fjölskyldna hér á landi með þrjár til þrjár og hálfa milljón króna í árstekjur og þær greiddu af þeim 23% skatt. Hins vegar væru hundruð fjölskyldna með tugir milljóna króna á mánuði í tekjur og greiddu þær aðeins 15% skatt. Þessi síðarnefndi hópur hafi umtalsverðar fjármagnstekjur. Um 1% hjóna á Íslandi eða 600 hjón hafi 60% allra fjármagnstekna hér á landi. Þessi hópur hafi 16,5 milljón króna í launatekjur en 95 milljónir króna í fjármagnstekjur. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði tiltekinn hóp hér á landi hafa efnast verulega vegna breyttrar aðstæðna og sífellt fleiri hafi hagnast á erlendum viðskiptum. Sumir af þeim greiði þó ekki alla sína skatta á Íslandi en það sé keppikefli að þeir borgi sín gjöld hér á landi. Geir sagði hækkun á kaupmætti vera nokkuð jafna ef sleppt væri þeim 5% sem væru í tekjuhæsta hópnum. Hann missi þó ekki svefn þó einhverjir aðilar hafi hagnast á viðskiptum.
Fréttir Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira