Þjóðleikhúsið frumsýnir á Selfossi 5. október 2006 15:00 Þjóðleikhúsið frumsýnir á Selfossi. Þjóðleikhúsið frumsýnir Patrek 1,5 eftir Michael Druker í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi þriðjudaginn 10. október kl. 13.00. Þetta er hvorki hefðbundinn staður né stund fyrir frumsýningu á vegum Þjóðleikhússins en ástæðan er sú að hér er um að ræða leikrit sem er einkum ætlað ungu fólki og markar sýningin upphaf leikferðar Patreks 1,5 um landið þar sem sýnt verður í framhaldsskólum. Sýningin verður einnig á fjölum Smíðaverkstæðis Þjóðleikhússins í nóvember. Patrekur 1,5 fjallar um tvo karlmenn sem búa saman. Þá dreymir um að verða foreldrar, að ala upp barn saman. Eftir mikla baráttu fá þeir óskina uppfyllta og litli drengurinn birtist. En hann er alls ekki eins og þeir höfðu hugsað sér og heimilislífið kemst í mikið uppnám við komu Patreks. Þetta er bráðfyndið leikrit þar sem tekist er á við fordóma af ýmsu tagi, á frumlegan og skemmtilegan hátt. Michael Druker hefur skrifað og leikstýrt fimmtán leikritum, auk þess sem hann hefur gert kvikmynd og komið fram sem uppistandari víða um Svíþjóð. Leikrit hans hafa meðal annars verið sett upp í sænska þjóðleikhúsinu Dramaten, Borgarleikhúsinu í Stokkhólmi og sænska sjónvarpinu. Patrekur 1,5 hefur verið sviðsett í átján leikhúsum víðsvegar á Norðurlöndum frá því það var frumflutt árið 1996. Eftir leikritinu hefur verið gerð kvikmynd sem verður frumsýnd í Svíþjóð árið 2007. Á þessu leikári leggur Þjóðleikhúsið sérstaka áherslu á að opna dyr sínar fyrir þeim þjóðfélagshópum sem einhverra hluta vegna hafa fundist þeir einangraðir frá leikhúsinu. Yfirskrift leikársins er: Þjóðleikhúsið fyrir alla! Við beinum sjónum okkar ekki síst að unga fólkinu í vetur. Aldrei fyrr í sögu Þjóðleikhússins hafa jafn margar sýningar við hæfi yngri áhorfenda verið í boði á einu og sama leikárinu og flestir aldurshópar hafa úr fleiri en einni sýningu að velja. Með því að ráðast í leikför með Patrek 1,5 lætur Þjóðleikhúsið ekki einungis nægja að opna dyr sínar fyrir ungu fólki, heldur keyrir leiksýninguna bókstaflega heim að dyrum framhaldsskólanna. Davíð Þór Jónsson þýddi leikritið en Gunnar Helgason leikstýrir. Rúnar Freyr Gíslason og Jóhannes Haukur Jóhannesson leika karlmennina sem eru hinir væntanlegu fósturforeldrar en Sigurður Hrannar Hjaltason leikur Patrek hinn unga sem ryðst óvænt inn í líf þeirra. Þess má geta að Sigurður Hrannar Hjaltason þreytir frumraun sína á íslensku leiksviði aðeins 24 ára gamall. Stígur Steinþórsson gerði leikmynd og búninga en Páll Ragnarsson sá um lýsingu. Lífið Menning Mest lesið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Sjá meira
Þjóðleikhúsið frumsýnir Patrek 1,5 eftir Michael Druker í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi þriðjudaginn 10. október kl. 13.00. Þetta er hvorki hefðbundinn staður né stund fyrir frumsýningu á vegum Þjóðleikhússins en ástæðan er sú að hér er um að ræða leikrit sem er einkum ætlað ungu fólki og markar sýningin upphaf leikferðar Patreks 1,5 um landið þar sem sýnt verður í framhaldsskólum. Sýningin verður einnig á fjölum Smíðaverkstæðis Þjóðleikhússins í nóvember. Patrekur 1,5 fjallar um tvo karlmenn sem búa saman. Þá dreymir um að verða foreldrar, að ala upp barn saman. Eftir mikla baráttu fá þeir óskina uppfyllta og litli drengurinn birtist. En hann er alls ekki eins og þeir höfðu hugsað sér og heimilislífið kemst í mikið uppnám við komu Patreks. Þetta er bráðfyndið leikrit þar sem tekist er á við fordóma af ýmsu tagi, á frumlegan og skemmtilegan hátt. Michael Druker hefur skrifað og leikstýrt fimmtán leikritum, auk þess sem hann hefur gert kvikmynd og komið fram sem uppistandari víða um Svíþjóð. Leikrit hans hafa meðal annars verið sett upp í sænska þjóðleikhúsinu Dramaten, Borgarleikhúsinu í Stokkhólmi og sænska sjónvarpinu. Patrekur 1,5 hefur verið sviðsett í átján leikhúsum víðsvegar á Norðurlöndum frá því það var frumflutt árið 1996. Eftir leikritinu hefur verið gerð kvikmynd sem verður frumsýnd í Svíþjóð árið 2007. Á þessu leikári leggur Þjóðleikhúsið sérstaka áherslu á að opna dyr sínar fyrir þeim þjóðfélagshópum sem einhverra hluta vegna hafa fundist þeir einangraðir frá leikhúsinu. Yfirskrift leikársins er: Þjóðleikhúsið fyrir alla! Við beinum sjónum okkar ekki síst að unga fólkinu í vetur. Aldrei fyrr í sögu Þjóðleikhússins hafa jafn margar sýningar við hæfi yngri áhorfenda verið í boði á einu og sama leikárinu og flestir aldurshópar hafa úr fleiri en einni sýningu að velja. Með því að ráðast í leikför með Patrek 1,5 lætur Þjóðleikhúsið ekki einungis nægja að opna dyr sínar fyrir ungu fólki, heldur keyrir leiksýninguna bókstaflega heim að dyrum framhaldsskólanna. Davíð Þór Jónsson þýddi leikritið en Gunnar Helgason leikstýrir. Rúnar Freyr Gíslason og Jóhannes Haukur Jóhannesson leika karlmennina sem eru hinir væntanlegu fósturforeldrar en Sigurður Hrannar Hjaltason leikur Patrek hinn unga sem ryðst óvænt inn í líf þeirra. Þess má geta að Sigurður Hrannar Hjaltason þreytir frumraun sína á íslensku leiksviði aðeins 24 ára gamall. Stígur Steinþórsson gerði leikmynd og búninga en Páll Ragnarsson sá um lýsingu.
Lífið Menning Mest lesið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Sjá meira