Innlent

Einelti gegn stóriðju

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA. MYND/Hilmar Þ. Guðmundsson

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir umræðu þá sem hafi verið ráðandi í fjölmiðlum um stóriðju og virkanir síðustu misseri minna um margt á einelti. Þetta kemur fram í grein Vilhjálms á vefsíðu samtakanna.

Þar segir hann það reyndar ekkert nýtt því að umræður um atvinnumál á Íslandi hafi í gegnum tíðina iðullega verið þessu sama marki brenndar. Eineltið byggi á því að setja fram hvers kyns fordóma og jafnvel hreina vitleysu um málin og vekja upp neikvæðar tilfinningar, í þessu tilfelli í garð stóriðju og raforkuframleiðslu, sem hafi það að markmiði að gera lítið úr starfseminni og þeim sem að henni koma með einhverjum hætti.

Vilhjálmur segir eineltið gegn stóriðju með skrautlegra móti. Hann segir að ljóst væri að Ísland væri ekki á lista yfir þær þjóðir sem búi við hvað best lífskjör og samkeppnishæfni ef eineltishreyfingin, sem hann kallar, hefði fengið að ráða í öðrum geirum atvinnulífsins á árum áður.+

Grein Vilhjálms Egilssonar á vefsíðu SA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×