Innlent

Leiklistarfólk hlýtur stuðning

Grétar reynisson, gunnar eyjólfsson og baltasar kormákur Þremenningarnir hlutu styrki fyrir vinnu sína við uppsetningu á Pétri Gaut.
Grétar reynisson, gunnar eyjólfsson og baltasar kormákur Þremenningarnir hlutu styrki fyrir vinnu sína við uppsetningu á Pétri Gaut. MYND/Hörður

Þrír hlutu styrki úr Minningarsjóði frú Stefaníu Guðmundsdóttur sem veittir voru fyrir leikárið 2005 til 2006 á mánudagskvöld. Grétar Reynisson leiktjaldahönnuður, Baltasar Kormákur leikstjóri og Gunnar Eyjólfsson leikari hlutu allir 400 þúsund króna styrk.

Frú Stefanía, sem er talin hafa verið einn stórbrotnasti sviðslistamaður Íslands á fyrri hluta 20. aldar, hefði orðið 130 ára á þessu ári. „Því var ákveðið veita þeim 25 leiklistarmönnum sem hlotið hafa styrk úr sjóðnum minjagrip sem við köllum Stefaníustjakann,“ segir Kjartan Borg, formaður stjórnar sjóðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×