Innlent

Stöðin tilbúin ef veiðar hefjast

hvalstöðin Tíu til tólf manns hafa á undanförnum vikum unnið að endurbótum á lögnum og spilum í stöðinni. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdum í næstu viku. Þá er stutt í að stöðin verði starfhæf að nýju.
hvalstöðin Tíu til tólf manns hafa á undanförnum vikum unnið að endurbótum á lögnum og spilum í stöðinni. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdum í næstu viku. Þá er stutt í að stöðin verði starfhæf að nýju. MYND/GVA

Um tugur manna vinnur að viðgerðum á Hvalstöðinni í Hvalfirði um þessar mundir. Verið er að endurnýja gufuleiðslur til að knýja spilin sem notuð eru við að hífa hvalinn á land. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdunum í næstu viku.

Að sögn Kristjáns Loftssonar, framkvæmdastjóra Hvals hf., þarf ekki að gera mikið meira til að stöðin verði starfhæf ef hvalveiðar hefjast að nýju, enda hefur hún verið kynt allar götur frá því að henni var lokað árið 1989 svo að annar tækjabúnaður til vinnslu skemmdist ekki. Um miðjan ágúst var Hvalur 9, eitt hvalveiðiskipanna fjögurra sem staðið hafa við Reykjavíkurhöfn undanfarin sautján ár, tekið í slipp. Kristján sagði þá að engin rök væru fyrir því að hefja ekki hvalveiðar í atvinnuskyni hér við land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×