Innlent

Bein út­sending: Utan­ríkis­stefna á um­brotatímum

Atli Ísleifsson skrifar
Utanríkisstefna-á-umbr.tímum-940x788 (1)

Kosningafundar um utanríkis- , öryggis og varnarmál fer fram í Auðarsal í Veröld, húsi Vigdísar milli klukkan 17:00 og 18:30 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi.

Í tilkynningu segir að Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Varðberg – samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál, Stofnun Stjórnsýslufræða og Stjórnmála og Félag stjórnmálafræðinga standi að fundinum.

„Á tímum mikilla breytinga og áskorana í alþjóðasamfélaginu er mikilvægt að kjósendur fái skýra mynd af stefnu flokkanna í utanríkis-, varnar- og öryggismálum. Á fundinum munu fulltrúar þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi kosningum taka þátt í pallborðs- umræðum og ræða stefnu sína í utanríkis-, öryggis- og varnarmálum," segir í tilkynningunni.

Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. 

Fulltrúar flokkanna í pallborðsumræðum

  • Arnar Þór Jónsson, oddviti Lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi
  • Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi
  • Hanna Katrín Friðriksson, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður
  • Jóhann Friðrik Friðriksson, í 3. sæti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi,
  • Logi Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi
  • Gísli Rafn Ólafsson, í 2. sæti Pírata í Suðvesturkjördæmi
  • Gunnar Smári Egilsson, oddviti Sósíalista í Reykjavíkurkjördæmi norður
  • Rósa Björk Brynjólfsdóttir, í 2. sæti VG í Reykjavíkurkjördæmi norður
  • Sigríður Á. Andersen, oddviti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður
  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, í 2. sæti Sjálfstæðisflokks í Suðvesturkjördæmi

Fundarstjórar Bogi Ágústsson, frétta- og dagskrárgerðarmaður RÚV, og Rakel Þorbergsdóttir, fyrrverandi fréttastjóri RÚV




Fleiri fréttir

Sjá meira


×