Framtíðarskipulag þyrlubjörgunarþjónustu á Íslandi 18. júlí 2006 17:50 Mynd/Vilhelm Gunnarsson Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur kynnt í ríkisstjórn skýrslu með tillögum um framtíðarskipulag þyrlubjörgunarþjónustu á Íslandi. Í skýrslunni er fjallað um hvernig þyrlum Landhelgisgæsla Íslands skuli búin til langframa og er megintillagan að með útboði verði leitað eftir kaupum á þremur nýjum, stórum og langdrægum björgunarþyrlum, en auk þess verði Dauphin-þyrlan áfram í rekstri. Talið er, að miðað við stöðu á alþjóðlegum þyrlumarkaði sé ekki við því að búast, að unnt verði að fá nýjar þyrlur, sem fullnægi þeim kröfum, sem gera verði, fyrr en á árunum 2010 til 2015. 23. maí síðastliðinn samþykkti ríkisstjórnin að samið yrði um leigu á tveimur þyrlum, annarri af Super Puma gerð og hinni af Dauphin gerð, til viðbótar þeim tveimur þyrlum, sem Landhelgisgæslan rekur nú. Gerður hefur verið leigusamningur vegna þessara þyrla sem tekur gildi 1. október. Einnig er til staðar samningur við fyrirtækið Norsk Helekopter um leigu á fullbúinni Super Puma björgunarþyrlu sem tók gildi 1. maí 2006. Í skýrslunni liggja frammi tillögur sem fela í sér að þyrlubjörgunarþjónustu verði sinnt af Landhelgisgæslu Íslands og að þyrlusveitin verði búin þremur nýjum, stórum og langdrægnum björgunarþyrlum auk núverandi Dauphin þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-SIF. Þar til að nýjar þyrlur verði keyptar verði fullnægjandi starfsgeta tryggð með leiguþyrlum. Einnig er lagt til að viðbragðsáætlanir þyrlubjörgunarsveitarinnar verði endurskoðaðar og sveigjanleiki í störfum hennar aukinn ásamt því að ferðir varðskipa með þyrlueldsneyti verði skipulagðar með samvinnu við þyrlu í huga. Rætt verði við norks stjórnvöld um samstarf við þyrlukaup og stefnt verði að því að útboðsauglýsing verið birt eins fljótt og auðið er. Einnig liggur frammi tillaga um að unnið verði að nánu samstarfi þjóða við Norður-Atlantshaf um samvinnu í leit- og björgun á hafinu, þar á meðal með samnýtingu á þyrlukosti. Stefnt er að því, að ákvörðun um útboð um kaup á nýjum þyrlum verði tekin í september/október 2006. Skýrslan var unnin af þeim Stefáni Eiríkssyni þáv. skrifstofustjóra, Leifi Magnússyni verkfræðingi og Georg Kr. Lárussyni forstjóra. Vinna þeirra byggðist á þeirri ákvörðun, sem dóms- og kirkjumálaráðherra kynnti í ríkisstjórn 24. mars 2006, að þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands yrði efld í áföngum, það er fyrst með leigu á þyrlum og nánu samstarfi við nágrannaþjóðir og síðan til langframa með kaupum eða leigu á nýjum þyrlum. Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur kynnt í ríkisstjórn skýrslu með tillögum um framtíðarskipulag þyrlubjörgunarþjónustu á Íslandi. Í skýrslunni er fjallað um hvernig þyrlum Landhelgisgæsla Íslands skuli búin til langframa og er megintillagan að með útboði verði leitað eftir kaupum á þremur nýjum, stórum og langdrægum björgunarþyrlum, en auk þess verði Dauphin-þyrlan áfram í rekstri. Talið er, að miðað við stöðu á alþjóðlegum þyrlumarkaði sé ekki við því að búast, að unnt verði að fá nýjar þyrlur, sem fullnægi þeim kröfum, sem gera verði, fyrr en á árunum 2010 til 2015. 23. maí síðastliðinn samþykkti ríkisstjórnin að samið yrði um leigu á tveimur þyrlum, annarri af Super Puma gerð og hinni af Dauphin gerð, til viðbótar þeim tveimur þyrlum, sem Landhelgisgæslan rekur nú. Gerður hefur verið leigusamningur vegna þessara þyrla sem tekur gildi 1. október. Einnig er til staðar samningur við fyrirtækið Norsk Helekopter um leigu á fullbúinni Super Puma björgunarþyrlu sem tók gildi 1. maí 2006. Í skýrslunni liggja frammi tillögur sem fela í sér að þyrlubjörgunarþjónustu verði sinnt af Landhelgisgæslu Íslands og að þyrlusveitin verði búin þremur nýjum, stórum og langdrægnum björgunarþyrlum auk núverandi Dauphin þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-SIF. Þar til að nýjar þyrlur verði keyptar verði fullnægjandi starfsgeta tryggð með leiguþyrlum. Einnig er lagt til að viðbragðsáætlanir þyrlubjörgunarsveitarinnar verði endurskoðaðar og sveigjanleiki í störfum hennar aukinn ásamt því að ferðir varðskipa með þyrlueldsneyti verði skipulagðar með samvinnu við þyrlu í huga. Rætt verði við norks stjórnvöld um samstarf við þyrlukaup og stefnt verði að því að útboðsauglýsing verið birt eins fljótt og auðið er. Einnig liggur frammi tillaga um að unnið verði að nánu samstarfi þjóða við Norður-Atlantshaf um samvinnu í leit- og björgun á hafinu, þar á meðal með samnýtingu á þyrlukosti. Stefnt er að því, að ákvörðun um útboð um kaup á nýjum þyrlum verði tekin í september/október 2006. Skýrslan var unnin af þeim Stefáni Eiríkssyni þáv. skrifstofustjóra, Leifi Magnússyni verkfræðingi og Georg Kr. Lárussyni forstjóra. Vinna þeirra byggðist á þeirri ákvörðun, sem dóms- og kirkjumálaráðherra kynnti í ríkisstjórn 24. mars 2006, að þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands yrði efld í áföngum, það er fyrst með leigu á þyrlum og nánu samstarfi við nágrannaþjóðir og síðan til langframa með kaupum eða leigu á nýjum þyrlum.
Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira