Viðskipti erlent

Þriðji dagur Dow Jones í methæðum

Upplýsingaskilti í kauphöllinni í New York sem sýnir m.a. gengi Dow Jones hlutabréfavísitölunnar á þriðjudag þegar hún sló út sex ára gamalt met í lokagengi.
Upplýsingaskilti í kauphöllinni í New York sem sýnir m.a. gengi Dow Jones hlutabréfavísitölunnar á þriðjudag þegar hún sló út sex ára gamalt met í lokagengi. Mynd/AP

Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones sló enn eitt metið við lokun markaða vestanhafs í dag. Vísitalan hækkaði um 16,08 punkta eða 0,14 prósent í viðskiptum dagsins og endaði í 11.866,69 stigum. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem vísitalan nær sögulegu hámarki.

Það var á þriðjudag sem vísitalan náði nýjum methæðum og sló út hæsta lokagengi vísitölunnar undir lok janúar árið 2000.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×