Fótbolti

Palermo á toppnum

NordicPhotos/GettyImages

Palermo situr í toppsæti ítölsku A-deildarinnar eftir leiki dagsins, en liðið vann 3-0 sigur á Torino í dag. Í kvöld mættust Parma og Inter í æsilegum og dramatískum leik, þar sem Inter tryggði sér sigur á lokamínútunum.

Zlatan Ibrahimovic kom Inter yfir á 14. mínútu með stórglæsilegu marki, en Budan jafnaði fyrir Parma 12 mínútum síðar. Það var svo Cruz sem skoraði sigurmark Inter þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Zlatan Ibrahimovic lét svo reka sig útaf mínútu síður fyrir fíflagang.

Palermo er á toppnum með 27 stig eftir 11 leiki líkt og Inter, en Sikileyjarliðið hefur betra markahlutfall. Roma er í 3. sæti eftir góðan 2-1 útisigur á AC Milan í gær og Siena og Catana eru óvænt í 4. og 5. sæti. Lazio lagaði stöðu sína nokkuð í dag með 5-0 sigur á Udinese og er liðið nú komið upp í 12. sætið, en er í vandræðum vegna stigafrádráttarins líkto og AC Milan sem er enn í 5. neðsta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×