Innlent

Snæuglu sleppt á Hólmavík

MYND/Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn

Snæuglu sem dvalið hefur í Húsdýragarðinum í endurhæfingu í 10 mánuði var sleppt í dag. Snæuglan, ungur karlfugl, fannst flækt í gaddavír við Hólmavík í september á síðasta ári.

Þórólfur Guðjónsson á Innra-Ósi, bjargvættur uglunnar, sleppti henni í dag á svipuðum slóðum og hún fannst. Snæuglan, sem kölluð er Snæfinnur, flögraði lítillega um á stað þeim sem Þórólfur hafði valið til sleppingarinnar og virtist hissa á þessu nýfengna frelsi. Þórólfur ætlar að fylgjast með uglunni næstu daga og ef til vill að gauka að henni matarbita.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×