Viðskipti erlent

Nýr forstjóri ver bónusgreiðslur

Stig Vilhelmsson, nýr forstjóri Carnegie í stað Karin Forseke sem lét af störfum með óvæntum hætti fyrir skemmstu, hefur litlar áhyggjur af þeim fjölda starfsmanna og stjórnenda sem hafa yfirgefið Carnegie að undanförnu, enda sæki 750 manns um hvert starf sem losnar, og ver rausnarlegt bónuskerfi til starfsmanna.

Ég get skilið að það stingi fólk í augun en ef við ætlum að vera meðal þeirra bestu þurfum við að laða til okkar besta fólkið, segir Vilhelmsson í samtali við Dagens Industri.

Vilhelmsson er efins um að Carnegie stækki með yfirtökum, þótt hann útiloki ekkert í þeim efnum. Innri vöxtur er betri leið að hans mati.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×