Viðskipti innlent

Dregur úr vísitöluhækkun

Nýbyggingar í Reykjavík. Heldur hefur dregið úr hækkun vísitölu byggingarkostnaðar miðað við sama tíma í fyrra.
Nýbyggingar í Reykjavík. Heldur hefur dregið úr hækkun vísitölu byggingarkostnaðar miðað við sama tíma í fyrra.

Samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands er vísitala byggingarkostn­aðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan mars, 325,9 stig. Það samsvarar 0,18 prósenta hækkun frá því í febrúar. Vísitalan gildir fyrir apríl.

Vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 4,2 prósent síðastliðna tólf mánuði. Á sama tíma í apríl á síðasta ári var vísitala byggingarkostnaðar 312,8 stig og hafði hún hækkað um 6,6 prósent frá því í apríl árið 2004.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×