Viðskipti innlent

Hátt verð á fiskmörkuðum

þorskur Þorskurinn var sem fyrr söluhæsta tegundin á fiskmörkuðum í síðustu viku.
þorskur Þorskurinn var sem fyrr söluhæsta tegundin á fiskmörkuðum í síðustu viku.

Fiskur var seldur fyrir 217 milljónir króna á fiskmörkuðum landsins í síðustu viku. Um er að ræða 1.482 tonn og var meðalverðið 146,33 kr/kg, sem telst mjög gott. Meðalverð á mörkuðum í júní var 148,42 kr/kg.

Fiskifréttir hafa eftir Íslandsmarkaði að seld hafi verið 567 tonn af þorski í síðustu viku og var meðalverð á slægðum þorski 214,45 kr/kg. Þorskur var jafnframt söluhæsta tegundin.

Ýsa var næstsöluhæsta tegundin en 400 tonn fóru af henni á fiskmörkuðum. Meðalverð á slægðri ýsu var 134,32 kr/kg. Ufsi var þriðja mest selda tegundin en steinbítur sú fjórða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×