Endurbætur á húsnæði Þjóðleikhússins standa yfir þessa dagana. Nú eru í gangi utanhúsviðgerðir sem snúa að þaki og yfirklæðningu, segir Tinna Gunnlaugsdóttir leikhússtjóri. Við vonum að viðgerðum á þakinu ljúki í sumar, en verkpallar munu standa kringum húsið í vetur og næsta sumar verður klárað að gera við kápuna og steina húsið upp á nýtt.
Viðgerðir hófust í vor, en húsið var farið að láta verulega á sjá. Að sögn Tinnu eru veittar 250 milljónir í verkið í fjárlögum.