Innlent

Leit hafin að skipi erlendis

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur gefið vegamálastjóra heimild til að leita að skipi erlendis sem tekur við af Herjólfi meðan hann er í reglubundnu viðhaldi í Danmörku. Áður hafði verið áætlað að flóaskipið Baldur leysti ferjuna af en Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sætti sig ekki við það og bað um fund með vegamálastjóra. Niðurstaða hans var sú að leit skyldi hafin að skipi erlendis til þess að sigla í staðinn fyrir Herjólf.

Við erum ánægð með þessa niðurstöðu, bæði er Baldur of lítill og aðkoman ekki sæmandi fyrir jafn þjónustufrekan markað og í Eyjum, segir Elliði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×