Viðskipti innlent

Þrjú yfir milljarði

Íslensku fiskiskipin Vilhelm Þorsteinsson EA, Baldvin Þorsteinsson EA og Hákon EA skiluðu hvert um sig meira en einum milljarði króna í aflaverðmæti á árinu 2005 miðað við fob-verðmæti. Frá þessi segir í frétt á vef Fiskifrétta.

Heildaraflaverðmæti fiskiskipaflotans árið 2005 nam tæpum 68 milljörðum króna. Skiptist það þannig að bátaflotinn og frystitogaraflotinn skiluðu hvor um sig 26 prósentum, uppsjávarskipin 21 prósenti, ísfisktogararnir 14 prósentum og smábátaflotinn 13 prósentum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×