Erlent

Bush beitir neitunarvaldi

Geymdar í kælibökkum
Vísindamaður í Minneapolis með fósturstofnfrumur.
Geymdar í kælibökkum Vísindamaður í Minneapolis með fósturstofnfrumur. MYND/AP

 George W. Bush Bandaríkjaforseti hyggst beita neitunarvaldi gegn lögum um fóstur­stofnfrumur, sem Bandaríkjaþing hefur samþykkt og sent forsetanum til undirritunar.

Samkvæmt lögunum yrði heimilt að rannsaka stofnfrumur, svo fremi sem þær væru fengnar úr fósturvísum sem verða til við frjósemisaðgerðir og hefði hvort eð er verið hent í ruslið. Bush beitir neitunarvaldi sínu nú í fyrsta sinn, en forverar hans í embætti beittu því sumir hverjir oft og mörgum sinnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×