Innlent

Andvaraleysi stjórnvalda geti gert út af við íslenska farmenn

Guðmundur Hallvarðsson.
Guðmundur Hallvarðsson. MYND/Heiða Helgadóttir

Guðmundur Hallvarðsson, formaður samgöngunefndar Alþingis, segir andvaraleysi ríkisstjórnarinnar geta gert íslenska skipstjórnarmenn að útlendingum. Hann er upphafsmaður utandagskrárumræðu sem hófst á þingií hádeginu.

Í apríl í hitteð fyrra mælti Alþingi fyrir um að ríkisstjórnin skyldi stofna sérstaka nefnd sem kanna ættistöðu íslenskra farskipaeins og það hét. Í nefndinni áttu að sitja fimm mennog eiga þeir samkvæmt þingsályktuninni að skoða hvernig breyta megi skattareglum og öðrum reglum sem lúta að útgerð farskipa þannig að íslenskar útgerðir sjái sér hag í að sigla skipum sínum undir íslenskum fána með íslenskar áhafnir.

Nefndin skoðaði málið í nokkra mánuði og hefur skilað af sér tillögum. Guðmundur Hallvarðsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður samgöngunefndar Alþingis, segir ekkert til ráða annað en að gera það sama og aðrar Norðurlandaþjóðir. Færeyingar taki t.d. 35 skatt af sjómönnum og haldi eftir 7 prósentum fyrir ríkiskassann en borgi útgerðinni 28 prósent til að lækka áhafnarlaun.

Guðmundur segir að ef ríkisstjórni telji að það skipti engu máli að eiga íslenska farmenn þá sé illa komið fyrir þjóðinni. Hann segir að ef fram haldi sem horfi geti yfirmenn hjá íslensku Landhelgisgæslunni orðið Rússar eða Pólverjar innan nokkurra ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×