Lögregla hefur ekki enn fundið manninn sem rændi höfuðstöðvar Happdrættis Háskólans við Tjarnargötu laust fyrir hádegi á mánudag. Maðurinn ruddist inn og veifaði byssu í útbúinu og hafði á brott með sér tæplega hundrað þúsund krónur. Einn maður var handtekinn strax á mánudag en honum var sleppt að loknum yfirheyrslum. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hefur lögregla ákveðnar grunsemdir í málinu en rannsóknin taki sinn tíma.

