Innlent

Segir ummæli formanns KSÍ lykta af rangstöðu

Verkefnisstjóri Biskupsstofu segir þau ummæli formanns KSÍ, að það veki furðu að vændi á HM sé í brennidepli hjá kirkjunnar mönnum, lykta af rangstöðu. Að hans mati á Íþróttahreyfingin, líkt og kirkjan, að standa vörð um velsæmi.

Prestastefna skoraði á Knattspyrnusambandið að mótmæla vændi á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Þýskalandi í sumar. Eggert Magnússon, formaður sambandsins, furðar sig á að krikjan seti vændi í brennidepil nú þegar margt annað sé að í heiminum. Eggert sagð meðal annars réttara að kirkjan liti í eigin barm vegna kynferðislega hneygslismála sem hafa komið upp í Bandaríkjunum. Halldór Reynisson, verkefnisstjóri fræðslusviðs Biskupsstofu, segir að auðvitað megi gangrýna kirkjuna eins og aðra en bendir á að þau mál sem Eggert vísar í séu innan kaþólsku kirkjunnar. Hér á landi sé reynt að sporna við slíku til dæmis með því að kanna bakgrunn starfsmanna kirkjunnar.

Halldór segir íþróttahreyfinguna og krikjuna spila stórt hlutverk uppalenda sem hafi áhrifamátt og eigi að vinna saman að því að beita sér gegn því sem slæmt er og að vændi sé fótboltanum ekki samboðin.

 

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×