Innlent

Sumarbústöðum fjölgar um ríflega þriðjung á átta árum

MYND/EJ

Sumarbústöðum í landinu hefur fjölgað um rúman þriðjung í landinu frá árinu 1997. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Í tölum frá Fasteignamati ríkisins kemur í ljós að 7617 sumarbústaðir voru í landinu árið 1997. Nýjustu tölur, sem eru frá því í síðasta mánuði, sýna hins vegar að bústaðirnir eru 10.418. Flestir þeirra eru í Grímsnes- og Grafningshreppi, eða tæplega tvö þúsund en tæplega sextán hundruð eru í Bláskógabyggð. Á Vesturlandi eru hins vegar flestir bústaðir skráðir í Borgarbyggð, 871.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×