Innlent

Stjórnarliðar og stjórnarandstaða sameinuð meðal barna

Fulltrúar stjórnarliða og stjórnandstöðu sameinuðust í göfugu verkefni meðal prúðra barna í dag. Gott hljóð var í mannskapnum og mikið var helgið þegar forsætisráðherra ljóstraði því upp við börnin að Össur Skarphéðinsson væri prúðastur þingmanna.

Heimasíða SPES-samtakananna var opnuð formlega í dag af Halldóri Ásgrímssyni á leikskólanum Grandaborg. Samtökin vinna að því að opna barnaþorp fyrir vandalaus börn í Afríkuríkinu Tógó og afhenti Osta- og Smjörsalan Nirði P. Njarðvík, stofnanda Spes rausnarlega gjöf við þetta tilefni. Allt starf samtakanna er unnið í sjálfboðavinnu og var ekki annað að heyra en Össur Skarphéðinsson formaður samtakanna væri ánægður með daginn og hvatti íslensku þjóðina til að líta inn á heimasíðunna og leggja sitt af mörkum til verkefnisins. Össur tók vel í ummæli Halldórs Ásgrímssonar um að hann væri nú orðinn prúðastur meðal þingmanna en kvaðst engu geta lofað um framhaldið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×