Sport

Ráðleggur McClaren að afþakka landsliðsþjálfarastöðuna

Jim Smith segir McClaren ekki gera sér grein fyrir því hvað hann sé að kalla yfir sig með því að sækjast eftir starfi landsliðsþjálfara
Jim Smith segir McClaren ekki gera sér grein fyrir því hvað hann sé að kalla yfir sig með því að sækjast eftir starfi landsliðsþjálfara NordicPhotos/GettyImages

Knattspyrnuþjálfarinn Jim Smith, sem starfaði með Steve MacClaren hjá Derby County fyrir um áratug síðan, hefur ráðlagt fyrrum samstarfsmanni sínum og lærlingi að afþakka stöðu landsliðsþjálfara ef sú staða kæmi upp.

Smith, sem er núverandi stjóri Oxford, segir pressuna sem fylgi starfinu vera allt of mikla og ráðleggur því McClaren að hugsa sig um tvisvar.

"Ég er þegar búinn að tala við Steve, en hann er hættur að hlusta á mig orðið. Ég sagði honum að hann vissi ekki hvað hann væri að kalla yfir sig með því að sækjast eftir starfinu, því hann hefur sýnt það í gegn um tíðina að hann getur komist á bæði forsíðu og baksíður blaðanna," sagði Smith og á þar væntanlega við fregnir af einkamálum stjórans, sem átti eitt sinn vingott við einkaritara sinn eftir að slitnaði upp milli hans og eiginkonu hans.

Smith bætti þó við að ef færi svo að McClaren tæki við starfinu, yrði faglega hliðin ekki vandamál, því hann væri hæfileikaríkur knattspyrnustjóri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×