Innlent

Tímabundin lækkun á olíugjaldi

Tímabundin lækkun á olíugjaldi verður framlengd til áramóta ef frumvarp fjármálaráðherra þar að lútandi nær fram að ganga. Fyrsta umræða um frumvarpið er á þingi í dag en það ríður á að samþykkja það fyrir 1. júní því þá rennur núverandi framlengingartímabil út. Olíugjaldið, sem leysti þungaskatt af hólmi, var fyrst lækkað úr 45 krónum í 41 krónu 1. júlí í fyrra vegna þess að verð á dísilolíu hafði verið óvenjuhátt á heimsmarkaði miðað við bensínverð. Átti lækkunin að gilda fram til síðustu áramóta en hún var framlengd til 1. júní næstkomandi vegna óvissu um þróun dísilverðs á heimsmarkaði. Sú óvissa er enn til staðar að mati íslenskra stjórnvalda og því er lagt til að hin tímabundna lækkun olíugjalds verði framlengd til 31. desember 2006.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×