Innlent

Kjörsókn þokkaleg fyrir norðan

MYND/Siglufjörður

Kjörsókn í sameiningarkosningum á Siglufirði og Ólafsfirði hefur verið með þokkalegasta móti það sem af er degi, að sögn Ámunda Gunnarssonar, formanns kjörstjórnar á Siglufirði. Hann áætlar að um þriðjungur kjósenda hafi nýtt sér kosningarétt sinn frá því að kjörstaðir voru opnaðir klukkan tíu í morgun en kjörstöðum verður lokað klukkan átta. 1711 manns eru á kjörskrá og verði af sameiningu verður til um 2.300 manna sveitarfélag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×