Luciano Moggi, yfirmaður Juventus, fer ekki leynt með það að ítalska félagið hafi áhuga á að fá William Gallas hjá Chelsea í sínar raðir í sumar, ekki síst í ljósi þess að Jonathan Zebina hefur gefið út að hann vilji fara frá félaginu. "Gallas er leikmaður sem við höfum lengi haft augastað á og Juventus hefur aðeins áhuga á frábærum leikmönnum," sagði Moggi í samtali við bresk blöð.
