Innlent

Grímur Atlason ráðinn bæjarstjóri í Bolungarvík

Grímur Atlason, þroskaþjálfari, tónleikahaldari og nú bæjarstjóri í Bolungarvík.
Grímur Atlason, þroskaþjálfari, tónleikahaldari og nú bæjarstjóri í Bolungarvík. MYND/Pjetur Sigurðsson

Grímur Atlason þroskaþjálfi, sem betur er þekktur fyrir að hafa flutt inn þekkta tónlistarmenn síðustu misserin og efnt til tónleika, hefur verið ráðinn bæjarstjóri í Bolungarvík. Hann var einn af tíu umsækjendum um stöðuna. Það er nýr meirihluti Bæjarmálafélags Bolungarvíkur og Afls til áhrifa, sem stendur að ráðningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×