Innlent

Dýrverndunarsinnar mótmæla mávamorðum

Mynd/Hörður
Guðmundur Björnsson meindýraeyðir stendur í ströngu þessa dagana. Hann hefur fengið fjölmargar kvartanir frá fólki sem segja mávinn stela mat af gasgrillunum og halda fyrir þeim vöku. Það er ekki bara gargið í mávinum um nætur sem veldur Guðmundi áhyggjum. Andarungum fer fækkandi á Reykjavíkurtjörn og það sama á við á Akureyri. Sífellt fleiri bæjarfélög bætast í hóp þeirra sem berjast á móti mávinum; nú síðast Hafnarfjörður og Akureyri. Átakið gegn mávinum hófst þegar Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi lýsti stríði á hendur þessum vargi. Nú hefur Dýraverndunarsamband Íslands óskað eftir því við Borgarráð Reykjavíkur að útrýmingunni verði hætt. Sambandið segir skothríð Guðmundur og annarra starfsmanna borgarinnar á almannafæri vera brot á vopnalögum auk þess sem mávamorðin veki óhug hjá almennum borgurum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×