Innlent

Gísli gefur kost á sér í 2. sætið

gísli tryggvason
gísli tryggvason

Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, gefur kost á sér í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar næsta vor.

Gísli er með embættispróf í lögum frá Háskóla Íslands og hlaut réttindi sem héraðsdómslögmaður árið 1998. Hann var ritstjóri Úlfljóts, tímarits laganema árið 1994 og sat í stjórn Orators, félags laganema.

Gísli hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á vegum Framsóknarflokksins á undanförnum tíu árum og á meðal annars sæti í miðstjórn flokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×