Innlent

Fékk fjögurra ára fangelsi

Roman Kosakovskis Hæstiréttur þyngdi fangelsisdóminn yfir honum.
Roman Kosakovskis Hæstiréttur þyngdi fangelsisdóminn yfir honum.

Hæstiréttur þyngdi í gær refsidóm yfir Litháanum Roman Kosakovskis, sem reyndi að smygla amfetamíni í fljótandi formi svo og brennisteinssýru til landsins í febrúar. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt hann í tveggja og hálfs árs fangelsi en Hæstiréttur þyngdi dóminn í fjögur ár.

Samkvæmt matsgerð Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði hefði verið unnt að framleiða 2383 grömm af hreinu amfetamín­súlfati úr því magni sem Litháinn reyndi að smygla inn. Þetta þýðir að hægt hefði verið að búa til 17,49 kíló af fíkniefninu amfetamíni með tíu prósent styrkleika. Hæstiréttur leit við ákvörðun refsingar til þess mikla magns fíkniefna sem hægt hefði verið að vinna úr vökvanum og einnig að maðurinn hefði tekið að sér innflutning efna sem hefði augljóslega verið vandlega skipulagður.

Frá fjögurra ára fangelsisvist mannsins dregst gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 27. febrúar. Honum var gert að greiða áfrýjunarkostnað, tæplega 348 þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×