Innlent

Pólitísk afskipti skaða Strætó

strætóÍ tilkynningu frá núverandi stjórn Strætó bs. fagnar hún því að geta notað niðurstöður úttektarinnar í stefnumótunarvinnu sinni.
strætóÍ tilkynningu frá núverandi stjórn Strætó bs. fagnar hún því að geta notað niðurstöður úttektarinnar í stefnumótunarvinnu sinni.

Pólitísk afskipti af daglegri starfsemi Strætó bs. eru skaðleg fyrirtækinu og óljóst hver stefna fyrirtækisins er. Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt á Strætó sem endurskoðunarfyrirtækið Deloitte gerði að beiðni stjórnar fyrirtækisins.

Í niðurstöðum skýrslunnar, sem var kynnt í gær, segir einnig að ekki virðist ríkja fullkomin samstaða og trúnaður meðal æðstu stjórnenda Strætó bs. og hafi það sérstaklega endurspeglast í innleiðingu og hönnun nýja leiðakerfisins.

Núverandi stjórn Strætó fagnar því að geta notað niðurstöður úttektarinnar í stefnumótunarvinnu sinni sem þegar er hafin, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Ármann Kr. Ólafsson stjórnarformaður segir að í niðurstöðum úttektarinnar sé ekki verið að gagnrýna að stjórn Strætó sé pólitísk heldur sé verið að tala um þá sveitarstjórnarmenn sem reyna að hafa áhrif á fyrirtækið í gegnum óskilgreindar leiðir.

„Þeir pólitísku fulltrúar sem ekki eru í stjórn reyna að hafa áhrif á reksturinn eftir óformlegum boðleiðum, og það er eitthvað sem stjórnin þarf að taka á,“ segir Ármann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×