Innlent

Ekki fundið langreyði ennþá

Hvalveiðiskipið Hvalur 9 hefur leitað að langreyði á miðunum vestur af landinu en enga fundið. Skipið var að leit hundrað mílur út af Breiðafirði þegar síðast spurðist.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafði Sigurður Njálsson og áhöfn hans aðeins orðið var við smáhveli á miðunum en mórallinn um borð er samt góður. „Þeir skemmta sér alveg konunglega um borð enda fagnaðarfundir hjá mörgum þeirra.“

Ástæðan fyrir því að engin langreyður hefur fundist stafar af stuttum leitartíma, Hvalur 9 er einskipa og langreyðurin er mikið til farin í heitari sjó á þessum tíma.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×