Innlent

Verjast þarf botnvörpubanni

Frá aðalfundi Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra hélt ávarp í upphafi aðalfundarins.
Frá aðalfundi Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra hélt ávarp í upphafi aðalfundarins. MYND/Stefán

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra gerði hvalveiðar, hugsanlegt bann við botnvörpuveiðum í úthöfunum og ákvörðun um hámarksafla að umtalsefni í ræðu sinni á aðalfundi Landsambands íslenskra útvegsmanna sem hófst á Hótel Nordica í gær.

Einar hóf mál sitt með því að fjalla um ákvörðun um atvinnuhvalveiðar en gerði svo hugsanlegt bann við veiðum með botnvörpu í úthöfunum að umræðuefni. Slíkt bann var fyrir skemmstu til umfjöllunar í fyrri lotu viðræðna um fiskveiðiályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Einar varaði við öllum hugmyndum sem geta leitt til yfirþjóðlegrar stjórnar fiskveiða í heiminum. Taka verði þessa umræðu alvarlega og berjast af öllum mætti gegn því að slíku banni verði komið á.

Einar ræddi ákvörðun sína síðastliðið sumar að breyta aflareglu þorskstofnsins en halda veiðihlutfalli óbreyttu. Ráðherra segir að eftir þessa breytingu þurfi að velja uppbyggingarleið til framtíðar. Til að vísa veginn hafi Hagfræðistofnun Háskóla Íslands verið fengin til að gera úttekt á þjóðhagslegum áhrifum af breyttri aflareglu og skoða áhrif af mismunandi veiðihlutfalli á þorski. „Það er von mín að þessi vinna skili okkur fram á veginn til hagsbóta fyrir íslenskan sjávarútveg.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×