Innlent

Óeðlilegur munur á fé til boltaleikja og íslenskrar menningar

Óeðlilega mikill munur er á þeim upphæðum sem Ríkissjónvarpið ver í kaup á íþróttakappleikjum annars vegar og í innlenda dagskrárgerð hins vegar. Á þetta bendir formaður Bandalags íslenskra listamanna.

Talið er Ríkissjónvarpið hafi ekki greitt minna en áttatíu milljónir fyrir sýningarréttinn á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram eftir tvö ár. Jafnvel allt upp í 100 milljónir. Sem er sama upphæð og fer í kaup á öllu íslensku efni frá innlendum framleiðendum á þessu ári.

Sjálfstæðir kvikmyndagerðarmenn hafa í áraraðir gagnrýnt RÚV fyrir að kaupa ekki meira af innlendu efni. Ágúst Guðmundsson forseti Bandalags íslenskra listamanna segist í sjálfu sér ekkert hafa á móti því að Sjónvarpið sýni spennandi íþróttakappleiki. Munurinn á þeim fjármunum sem RÚV noti í kaup á innlendu efni og öðru efni sé hins vegar óeðlilega mikill.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×