Innlent

Starfshópur á að fara yfir löggjöf um ólöglegar veiðar

Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í morgun að stofna starfshóp til að fara yfir löggjöf um ólöglegar veiðar á úthöfum.

Stundaðar hafa verið ólöglegar veiðar á úthafskarfa á Reykjaneshrygg um árabil. Krafan um að stjórnvöld beiti sér gegn veiðum utan lögsögunnar, á alþjóðlegu hafsvæði, hefur aukist. Í ræðu sinni á aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna í gær sagði Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, veiðarnar nema tugþúsundum tonna og koma illa niður á úthafskarfanum.

Sjávarútvegs-, utanríkis-, samgöngu- og dóms- og kirkjumálaráðuneytið eiga fulltrúa í starfshópnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×