Innlent

Forsætisráðherra segir tækifæri í hvalaskoðun

MYND/AP

Tækifæri í sjávarútvegi á Íslandi eru mörg, svo sem hvalaskoðun sem nú dafnar víða vel, sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í ræðu sinni á landsfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna í dag.

Forsætisráðherra lagði í ræðu sinni áherslu á rétt Íslendinga til að nýta auðlindir hafsins en fulljóst væri að ástand stofna langreyðar og hrefnu væri það gott að óhætt hefði nú verið að hefja veiðar á þeim. Samtök hvalaskoðunarferða hafa gagnrýnt harðlega ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hefja hvalveiðar.

Geir ræddi einnig um kvótakerfið í ræðu sinni í dag. Hann sagði mikilvægt að ná sátt um núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi og að eyða þyrfti frekar óvissu um réttarstöðu útgerðarmanna þannig að ljóst væri að þau réttindi sem þeir keyptu á markaði yrðu ekki af þeim tekin. Stjórnvöld yrðu líka að reyna að draga úr aukaverkunum kvótakerfisins en í því felist meðal annars að leita leiða til að skapa nýja atvinnumöguleika á svæðum þar sem fiskiveiðikvóti er ekki lengur fyrir hendi.

 



Ræða Geirs H. Haarde



Fleiri fréttir

Sjá meira


×