Innlent

Segir verulegan árangur hafa náðst með átaki

Frá Hellisheiði.
Frá Hellisheiði. MYND/Páll Bergmann

Umferðarstofa segir að verulegur árangur hafi náðst nú þegar með umferðarátakinu „Nú segjum við stopp!" sem hófst um miðjan síðasta mánuð. Bendir stofnunin á hraðamælingar Vegagerðinnar tvær vikur fyrir og eftir átakið en þær sýni að verulega hafi dregið úr hraðakstri á þeim stöðum sem athugaðir voru, en það voru Hellisheiði, Árvellir á Kjalarnesi og Esjumelar. Fram kemur í tölum Vegagerðarinnar að hraði hefur minnkað á öllum stöðunum, þó mest á Hellisheiði þar sem um fjórðungi færri ökumenn hafa ekið á yfir 110 kílómetra hraða eftir að átakið hófst en fyrir það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×