Viðskipti erlent

Uppsagnir hjá EADS

Louis Gallois, nýráðinn forstjóri Airbus og aðstoðarforstjóri EADS.
Louis Gallois, nýráðinn forstjóri Airbus og aðstoðarforstjóri EADS. Mynd/AFP

Stjórn EADS, móðurfélags evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, hefur ákveðið að segja upp 66 starfsmönnum hjá höfuðstöðvum EADS í Munchen í Þýskalandi og í París í Frakklandi. Sömuleiðis verða launahækkanir æðstu stjórnenda móðurfélagsins settar á salt í bili.

Á skrifstofum EADS starfa 666 manns og nema uppsagnirnar því um 10 prósenta starfsmanna.

Móðurfélagið hefur átt við gríðarlega erfiðleika að etja eftir að afhending á A380 risaþotum frá Airbus var frestað tvívegis vegna tafa í framleiðslu en afhendingin er tveimur árum á eftir áætlun. Þá greindi Airbus jafnframt frá því fyrir viku að um 10.000 manns verði sagt upp hjá fyrirtækinu vegna þessa.

Þá urðu sömuleiðis forstjóraskipti hjá Airbus í liðinni viku þegar Christian Streiff, forstjóri Airbus stóð úr forstjórastóli. Louis Gallois, aðstoðarforstjóri EADS, tók sæti hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×