Innlent

Þjónustuíbúðir fyrir geðfatlaða í Kópavogi

Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, og Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra taka íbúðirnar formlega í notkun í dag.
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, og Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra taka íbúðirnar formlega í notkun í dag.

Kópavogsbær tók í dag formlega í notkun sjö þjónustuíbúðir í Hörðukór í Kópavogi fyrir einstaklinga með geðfötlun ásamt sameiginlegum þjónustukjarna.

Markmið þjónustunnar er að efla sjálfstæði og sjálfshjálp íbúa með því að leitast við að stuðla að vellíðan og velferð þeirra og veita þeim aðstoð við ýmsar athafnir í daglegu lífi, eins og segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Félagsþjónustunnar í Kópavogi og Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi hafa sameinast um að skipta með sér kostnaði vegna tveggja stöðugilda sem ætlað er að þjónusta íbúana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×