Innlent

Nýliðun norsk-íslensku vorgotssíldarinnar góð á undanförnum árum

Síld landað.
Síld landað. MYND/Gunnar V. Andrésson

Nýliðun norsk-íslensku vorgotssíldarinnar hefur verið góð á undanförnum árum og telur Alþjóðahafrannsóknarráðið að stofninn sé nýttur á sjálfbæran hátt. Þetta kemur fram í skýrslu ráðsins um ástand nytjastofna í Norðaustur-Atlantshafi sem birt var í dag. Þar koma fram tillögur ráðgjafarnefndar um nýtingu fiskistofna.

Þar segir að stærð hrygningarstofns norsk-íslensku vorgotssíldarinnar í ár sé metin á rúmar 10 milljónir tonna, en 3 árgangar séu aðaluppistaða hans, stóru árgangarnir frá árunum 1998, 1999 og 2002.

Árgangurinn frá 2003 er talinn vera í meðallagi, en aftur á móti gefi bergmálsmælingar vísbendingar um að árgangur 2004 sé stór, þ.e. svipaður og árgangurinn árið 1998, og hann komi inn í veiðina árið 2008.

Samkvæmt ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins verður aflamarkið 1.280 þúsund tonn af norsk-íslenskri síld árið 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×