Viðskipti innlent

Enn dregur úr verðbólgu

Vísitala neysluverð í október hækkaði um 0,23 prósent á milli mánaða og jafngildir þetta 7,2 prósenta verðbólgu síðastliðna 12 mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þetta er 0,2 prósentustigum undir spám greiningardeild þriggja stærstu viðskiptabankanna.

Ef húsnæði er skilið frá vísitölunni þá nemur hækkunin 0,16 prósentum frá því í september og jafngildir það 5,6 prósenta verðbólgu síðastliðna 12 mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar.

Hagstofan segir sumarútsölum nú víða lokið og hækkað verð á fötum og skóm um 3,4 prósent vegna þessa. Þá hækkaði kostnaður vegna eigin húsnæðis um 0,5 á milli mánaða en þar af voru áhrif af hækkun markaðsverðs 0,01 prósent og hækkun vaxta 0,08 prósent. Verð á húsgögnum og heimilisbúnaði hækkaði hins vegar um 4,7 prósent á tímabilinu.

Þá lækkaði verð á bensíni og díselolíu um 4,1 prósent og verð á dagvöru um 0,7 prósent.

Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,2 prósent, sem jafngildir 4,8 prósenta verðbólgu á ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×