Viðskipti innlent

Aukin útlán hjá Íbúðalánasjóði

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu 3,4 milljörðum króna í september. Þetta er 7,5 prósenta útlánaaukning frá mánuðinum á undan en samtals hefur Íbúðalánsjóður lánað 33,7 milljarða krónur á árinu. Það er í takt við áætlanir sjóðsins.

Alls lánaði sjóðurinn um 11,4 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi sem er í takt við áætlanir hans, en þær gerðu ráð fyrir útlánum á bilinu 11-13 milljarða króna, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs fyrir september.

Áætlanir Íbúðalánasjóðs gerðu ráð fyrir 31-35 milljarða heildarútlánum á tímabilinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×