Viðskipti erlent

Aer Lingus berst gegn Ryanair

Ein af vélum Ryanair.
Ein af vélum Ryanair. Mynd/AFP
Lífeyrissjóður flugmanna írska flugfélagsins Aer Lingus hefur keypti 2,12 prósent hlutabréfa eða 9,8 milljón hluti í eigin félagi með það fyrir augum að sporna gegn yfirtöku lággjaldaflugfélagsins Ryanir í Aer Lingus. Lífeyrissjóðurinn greiddi 3,04 evrur fyrir hlutinn sem er tæpri evru yfir útboðsgengi bréfanna í almennu hlutafjárútboði í síðustu viku.

Aer Lingus var að langmestu leyti í eigu ríkisins en stærstur hluti þess var seldur í almennu hlutafjárútboði í kauphöllunum í Lundúnum í Bretlandi og í Dublin á Írlandi í síðustu viku á útboðsgenginu 2,2 evrur á hlut. Það samsvarar því að markaðsvirði félagsins nemi 1,13 milljörðum evra eða 99 milljörðum íslenskra króna. Ryanair hefur hins vegar fest sér 19,2 prósent í félaginu og hefur lýst því yfir að það muni auka hlut sinn enn frekar.

Tilboð Ryanair í öll bréf í Aer Lingus frá því í síðustu viku hljóðar upp á 1,48 milljarða evrur eða tæplega 128 milljarða íslenskra króna.

Gengi bréfa í Aer Lingus standa nú í 2,9 evrum á hlut.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×