Innlent

Unnið að frumhönnun nýs húss að Sogni

MYNF/Heiða

Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að bæta þurfi við þrettán plássum á réttargeðdeildina að Sogni. Unnið er að frumhönnun nýs húss sem byggja á á svæðinu.

Magnús Skúlason, yfirlæknir á Sogni, hefur sakað stjórnvöld um skilningsleysi á málefnum deildarinnar en í eitt ár hafa átta geðsjúkir afbrotamenn verið þar í vistun þó að aðeins séu þar sjö sjúkrarúm.

Fyrir skömmu varð að losa eitt rúm vegna bráðainnlagnar og var vistmaður því sendur í ótímabundið leyfi. Matthías Halldórsson, starfandi yfirlæknir telur að fjölga þurfi plássum pássum og bæta aðstöðu réttargeðdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×