Innlent

Landhelgisgæslan og Þyrluþjónustan fá flugrekstrarleyfi

Geirþrúður Alfreðsdóttir, flugrekstrarstjóri Landhelgisgæslunnar, tekur við flugrekstrarleyfinu frá Pétri Maack, framkvæmdarstjóra flugöryggissviðs Flugmálastjórnar Íslands.
Geirþrúður Alfreðsdóttir, flugrekstrarstjóri Landhelgisgæslunnar, tekur við flugrekstrarleyfinu frá Pétri Maack, framkvæmdarstjóra flugöryggissviðs Flugmálastjórnar Íslands.
Flugmálastjórn Íslands hefur veitt bæði Þyrluþjónustunni og Landhelgisgæslunni svokallað JAR-OPS 3 flugrekstrarleyfi en það var gert nú um mánaðamótin. Þetta þýðir að Þyrluþjónustan og Landhelgisgæslan mega flytja bæði fólk og vörur.

Fram kemur í tilkynningu frá Flugmálastjórn að Þyrluþjónustan hafi með þessu orðið fyrsti aðilinn til að fá svokallað JAR-OPS 3 flugrekstrarleyfi á Íslandi en Landhelgisgæslan var fyrsta ríkisrekna fyrirtækið. Það megi því segja að brotið hafi verið blað í flugsögu Íslands í síðustu viku því JAR-OPS 3 flugrekstrarleyfi hafi ekki verið gefið áður út á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×