Innlent

Íbúðalánasjóður eykur hlutdeild sína á markaði

MYND/NFS

Íbúðalánasjóður hefur aukið hlutdeild sína á íbúðalánamarkaði að undanförnu og námu útlán hans á þriðja ársfjórðungi 11,4 milljörðum króna. Til samanburðar námu ný íbúðalán banka og sparisjóða 9,8 milljörðum á sama tímabili eftir því sem fram kemur í Vegvísi Landsbankans.

Útlán Íbúðarlánasjóðs jukust um 7,5 prósent á milli ágúst og september og hefur sjóðurinn alls lánað 33,7 milljarða til íbúðakaupa það sem af er árinu. Er það í takt við áætlanir sem gerður ráð fyrir þrjátíu og eins til þrjátíu og fimm milljarða heildarútlána á tímabilinu. Sjóðurinn áætlar enn fremur að útlán á síðasta ársfjórðungi verði á bilinu 12 til 14 milljarðar króna þannig að reikna má með að heilarútlánin verði nærri 50 milljarðar á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×