Innlent

Vill ekki eyða ellinni í golfi

Browne lávarður, forstjóri BP.
Browne lávarður, forstjóri BP.

Stjórn British Petroleum, BP, hefur þrýst á forstjóra félagsins, Browne lávarð, að hann láti sjálfviljugur af störfum árið 2008 þegar hann verður sextugur. Í reglum félagsins er kveðið á um að lykilstjórnendur eigi að láta af störfum við sextugsaldur en það sama gildir ekki um stjórnarmenn eða almenna starfsmenn.

Lávarðurinn frá Madingley er mjög ósáttur við ætlun stjórnarmanna og hefur opinberlega fordæmt reglur um aldursmörk. Hann ætli sér ekki að hanga það sem eftir er úti á golfvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×