Innlent

Stýrir fundi ríkisstjórnar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, stýrir ríkisstjórnarfundi í dag. Eftir því sem næst verður komist er það í fyrsta sinn sem kona situr í forsæti ríkisstjórnar Íslands.

Þorgerður Katrín gegnir starfsskyldum forsætisráðherra í sumarleyfi Geirs H. Haarde.

Þorgerður Katrín var kjörin á þing 1999 og varð menntamálaráðherra í lok árs 2003. Hún var kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×