Innlent

Mati á eignum RÚV að ljúka

Mati á eignum Ríkisútvarpsins lýkur um miðjan ágúst en nefnd fjögurra manna, undir forystu Sigurðar Þórðarsonar ríkisendurskoðanda, hefur unnið að matinu.

Vegna sumarfría þá hefur ekki verið unnið að matinu að undanförnu. Við höfum aflað þeirra gagna og upplýsinga sem þarf til að ljúka verkinu. Síðan tökum við upplýsingarnar saman í skýrslu og komum frá okkur, sagði Sigurður.

Eyjólfur Valdimarsson, verkfræðingur hjá RÚV, Jón Loftsson, starfsmaður Ríkisendurskoðunar, og Matthías Þór Óskarsson endurskoðandi sitja í nefndinni auk Sigurðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×