Innlent

Íslendingar aldrei fleiri

Verða 304 þúsund í næstu talningu Hagstofunnar.
Verða 304 þúsund í næstu talningu Hagstofunnar.

Íbúum landsins hefur fjölgað um fjögur þúsund það sem af er árinu en það er mesta fjölgun síðan á sjöunda áratug síðustu aldar.

Að sögn Ólafar Garðarsdóttur hjá Hagstofunni er rúmur helmingur fjölgunarinnar til kominn vegna fólks sem flyst til landsins en flestir flytjast frá Póllandi.

„Þá hafa fæðingar aldrei verið fleiri og var met slegið á fæðingardeild LSH í júní en þann mánuðinn fæddust um fjögur hundruð börn.“ Hinn 1. apríl 2006 voru Íslendingar 302.224 en gert er ráð fyrir að þeir verði 304 þúsund í talningu á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×